Mjási


4.0 ( 2540 ratings )
Zábava Knihy
Vývojář: Tongreinir
6.99 USD

Mjási, gagnvirk saga ásamt smáleikjum á appformi fyrir iPad og iPhone, fyrstur sinnar tegundar á íslensku. Fyrir börn á aldrinum 2-12 ára.

Um söguna:
Sögumaður segir sögu um Mjása sem hefur týnt fötunum sínum og ratar ekki heim. Við lesningu sögunnar þarf notandi að hjálpa Mjása að yfirstíga ýmsar þrautir sem verða á vegi hans. Margar skemmtilegar persónur koma fyrir í sögunni og hafa þær allar áhrif á framgang mála í þessu skemmtilega ævintýri.

Leikirnir:
Mjási á fullt af áhugamálum og finnst honum ekkert skemmtilegra en að pússla og spila við vini sína úr skóginum. Þegar byrjað er að pússla er valið fjölda pússla sem myndin skiptist upp í. Því næst hefst svo skemmtileg stund þar sem leikmaður hefst handa við að finna réttan stað fyrir hvert og eitt pússl.
Veiðimann er stórskemmtilegt spil þar sem allir leikmenn draga 5 spil og svo er skipst á að að spyrja andstæðingana hvort þeir eigi tiltekið spil sem notandinn er með á hendi. Þegar spurt er um spil er ýtt á einn andstæðingin og síðan valið spil sem skal spyrja um. Svo þegar öll spilin klárast á spilaborðinu stendur allavega einn uppi sem sigurvegari, það geta þó verið fleiri en einn.
Olsen Olsen er klassískt spil sem allir ættu að kannast við, ef ekki, þá kennir Mjási ykkur það. Þar leikur notandi fyrir hönd Mjása og allir leikmenn draga 5 spil. Því næst setja leikmenn út spil í borð, hver á fætur öðrum, sem tilheyra sömu sort eða hafa sama númer og spilið sem er í borði. Ef leikmenn fá spilið ,,8” geta þeir breytt í hvaða lit sem þeir vilja! Þannig gengur svo spilið koll af kolli þangað til einhver leikmaðurinn hefur klárað spilin sem hann hafði á hendi og hrópar ,,Olsen Olsen!”.

Appið Mjási inniheldur meðal annars:
- 12 glæsilegar myndasenur sem mynda ævintýrið Mjási.
- Yfir 30 mínútur af hljóðskrám frá leiklistarmönnum ásamt frumsaminni tónlist.
- Smáþrautir og hreyfimyndir.
- Púsluspil fyrir hverja myndasenu þar sem hægt er að velja um mismunandi fjölda púsla.
- Tvö glæsileg spil sem allir ættu að kannast við, Veiðimann og Olsen Olsen.